Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

World Class

World Class hefur í þrjátíu ár rekið heilsuræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru þær tólf, sú stærsta er Laugar en þar er ekki aðeins heilsurækt heldur sjúkraþjálfun, spa með snyrti- og nuddstofu og veitingastaður. World Class er þekkt fyrir að veita alhliða líkamsræktarþjónustu en gamli vefurinn hjálpaði lítið til við að þjónusta viðskiptavini. Það var kominn tími til að láta vefinn lyfta þungu!
Vefurinn var orðinn slappur, þungur og latur. Hann var svo sem sætur og ljúfur, en tók á móti fólki með hálfum huga. Worldclass.is er nú búinn að byggja sig upp, orðinn þéttur, sterkur og duglegur og býður alla velkomna með bros á vör.

HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á NETINU

Hvar og hvenær sem er!

Opnu tímarnir hjá World Class hafa lengi verið það vinsælir að fólk hefur beðið í röðum til að komast að. Fólk hljóp snemma af stað til að ná sér í númer en ef þau kláruðust þá var duglega fólkið mætt á staðinn en komst samt ekki í tíma. World Class hefur þægindi og einfaldleika að leiðarljósi fyrir viðskiptavini sína svo þeir geti einbeitt sér að því að líta vel út. Vefurinn var ekki að endurspegla þetta. Hann var gamaldags, illa tengdur við samfélagsmiðla og almennt orðinn að sófakartöflu. Það var líka lítið hægt að nota hann á farsímum og spjaldtölvum.

Einn, tveir og ...

ALLSHERJAR MEIKÓVER

Vefurinn er orðinn fit og flottur. Hann er aðgengilegur og nútímalegur en fyrst og fremst einfaldar hann líf viðskiptavina. Á Mínum síðum er auðvelt að halda utan um mætingu í ræktina og skrá sig í hina ýmsu tíma. Tengingar við samfélagsmiðla eru líka mikið sterkari.