Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

Vörður

Gamli vefurinn var í tómu tjóni, það var ekki nóg að bæta hann heldur þurfti Sendiráðið að ráðast í endurbyggingu. Vörður tryggði að Sendiráðið hefði fullt af hugmyndum að nýjungum til að færa Vörð í nútímann varðandi útlit og tækni. Mínar síður eru núna svo snjallar að það er auðvelt að nota þær á símum og öllum öðrum skjám.
Sendiráðið skilaði Verði vef sem færir viðskiptavininn nær tryggingafélaginu. Upplýsingar eru aðgengilegar og auðvelt er að fara inn á vefinn á ferðinni. Einfalt er að nálgast upplýsingar um þjónustu og hagræðingin með betri vef er mikil fyrir Vörð, en líka fyrir viðskiptavini.

RAFRÆN VIÐSKIPTI OG ÞJÓNUSTA

Með því að færa viðskiptavinum þjónustuna heim þá er hægt að draga mikið úr kostnaði án þess að draga úr þjónustunni. Mínar síður gefa viðskiptavinum gott yfirlit yfir tryggingarnar svo auðvelt er að fylgjast með, breyta og bæta. Þegar slys gerast er hægt að fara beint inn á vefinn í símanum og fylla út tjónaskýrslu. Viðskiptavinir geta fylgst með og uppfært tryggingarnar sínar á Mínum síðum, svo álagið á símaverið hefur minnkað og tölvupóstum hefur fækkað.

Einn, tveir og ...

RAFRÆNT ROKK OG RÓL!

Það eru allir viðskiptavinir í stuði yfir því að þurfa ekki að mæta á kontorinn til að kvitta. Starfsfólk Varðar hélt veislu til að fagna færri tölvupóstum og mun betri þjónustu og við hjá Sendiráðinu erum mjög sátt við að hafa tryggt Verði áreiðanlegan og traustan vef.