Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

Forseti Íslands

Forsetinn vildi vef sem væri einfaldur og aðgengilegur hvort heldur á tölvu eða síma svo auðvelt væri að nálgast upplýsingar um forsetaembættið, fréttatilkynningar og fleira. Auðvitað er vefurinn snjallvænn og skalanlegur eins og allir vefir Sendiráðsins. Forseti.is er á fjórum tungumálum og því fyrsti viðkomustaður erlendra fjölmiðla þegar þeir leita að upplýsingum um forsetann. Mun meira efni er þó á íslensku síðunni heldur en þeim erlendu þar sem vefurinn þjónar fyrst og fremst Íslensku þjóðinni.
Forseti.is er formlegur vettvangur forseta Íslands á netinu og aðgengilegt og áreiðanlegt gagnasafn. Embættið hefur tekið í notkun síðu á Facebook, en vefsíðan gegnir áfram mjög veigamiklu hlutverki.

Útkoman

Forsetinn í símanum

Það er auðvelt að finna allar upplýsingar um forsetaembættið hvar sem fólk er statt og á hvaða skjá sem er. Vefurinn hleypir þjóðinni inn á Bessastaði svo hægt sé að fylgjast með verkefnum forseta Íslands í gegnum fréttafærslur og hann veitir upplýsingar um starfsemi embættisins í aðgengilegu, myndrænu formi. Vefur Embættis forseta Íslands er eitt mikilvægasta boðskiptatæki embættisins.

Einn, tveir og ...

Borgarar landsins fylgjast vel með

Það er keppikefli forsetans að nota vefinn til að veita greinargóðar upplýsingar um verkefni sín og starfsemi embættisins með það í huga að borgarar landsins, sem kosta rekstur embættisins, fái vitneskju um í hverju starfsemin felst og hvaða verk eru unnin fyrir rekstrarféð. Sendiráðið er stolt af nýja vef forsetaembættisins, enda hefur tekist vel til. Vefurinn virkar vel hvort sem er á tölvu eða á ferðinni, er aðgengilegur, sjónrænn og fallegur. Forseti.is er mikilvægt vinnutæki embættisins til að koma upplýsingum um störf forsetans á framfæri við fólk og fjölmiðla.