Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

Askja - Notaðir

Öskju vantaði vef fyrir notuðu bílana sem endurspeglaði gæðin sem fyrirtækið býður upp á. Þau vildu vef sem sýnir bílana vel í myndum, væri einfaldur og snjallvænn svo auðvelt væri að skoða alla bíla gaumgæfilega á vefnum og bera saman mismunandi bíla hvort sem er á tölvu, síma eða öðrum tækjum. Þjónustan er alltaf í fyrirrúmi hjá bílaumboði Öskju og vildu þau að þjónustulundin væri jafn mikil á vefnum.
Notadir.is þurfti nauðsynlega að komast á verkstæði. Hann var ryðgaður, hægur og erfitt var að rata um á honum. Sendiráðið ræsti vélarnar og setti kraft aftur í vefinn.

Útkoman

Hraðskeiður og léttur vefur

Það er létt og þægilegt að kaupa og selja bíla í gegnum notadir.is Uppsetning vefjarins er sjónræn, nútímaleg og einföld. Það hefur aldrei verið auðveldara að kaupa notaðan bíl, notadir.is er opinn allan sólarhringinn og virkar á öllum snjalltækjum.

Einn, tveir og ...

Leitaðu allsstaðar

Leitargluggi birtist á hverri einustu síðu svo alltaf er hægt að ræsa vélina og komast á leiðarenda. Vefurinn er snjallvænn og virkar frábærlega á símum, svo auðvelt er fyrir fólk að leita að rétta bílnum og bera saman það sem er í boði hvar og hvenær sem er. Vefurinn er einstaklega kraftmikill og hraður, hann kemst úr 0 í 100 á sekúndubroti og svífur áfram án fyrirhafnar.