Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að fyrirtæki og stofnanir eru óðfluga að innleiða rafrænar undirskriftir til þess að auka stafræna upplifun hjá sínum viðskiptavinum. Fyrir utan það að bæta upplifun viðskiptavinarins með sjálfsafgreiðslu, einfalda þær innri verkferla fyrirtækja og minnka pappírsflóðið. Rafrænar undirskriftir auka einnig öryggi viðskiptavina og auðvelt er að rekja hver skrifaði undir hvað og hvenær.


Rafrænar undirskriftir fela í sér að undirskrift er staðfest með rafrænum skilríkjum í gegnum síma. Ef þarf að bjóða upp á undirskrift á staðnum þá er undirritun beint á snertiskjá. Þetta viðmót þekkja flestir og er líkast hefðbundinni undirskrift.


Vefverslanir og þjónusta á netinu er sífellt að aukast og stór hluti þeirrar þjónustu verður tengd rafrænum skilríkjum. Ekki er langt þar til það verður algjör tímaskekkja að þurfa að hala niður pdf skjölum, prenta og fylla þau út og mæta með þau á áfangastað. Það hafa allir upplifað hvað það getur verið tímafrekt ferli, en nú er hægt að spara dýrmætan tíma með því að ganga frá þessu með nokkrum smellum.


Við vinnum einungis með aðilum sem bjóða upp á lausnir sem styðja fullgildar rafrænar undirskriftir (Qualified Electronic Signatures - QES) og Rafrænar undirskriftir (Advanced Electronic Signatures - AES) og styðja rafræn skilríki á SIM kortum, snjallkortum og alla fullgilda traustþjónustuaðila sem eru á European Union Trusted Service listanum.


Við höfum nú þegar sett upp rafrænar undirskriftir fyrir nokkra af okkar samstarfsaðilum og fleiri eru að fara í algjöra umbreytingu á því hvernig þeir þjónusta sína viðskiptavini þegar kemur að því að skrifa undir skjöl.


Endilega hafðu samband ef þú vilt kynna þér uppsetningu á rafrænum skilríkjum.

Orri Guðjónsson @orrisg Þessi grein er skrifuð af