Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

Svampur

Vefverkefnastjóri

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan sem ég útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) og langaði mig að deila með ykkur því sem ég hef lært í þessu ótrúlega dýnamíska og hraða (rugl hraða!) umhverfi sem veflausnaheimurinn bíður upp á.

Mig langar að taka þig með inn í þennan spennandi heim og lýsa fyrir þér hvernig mín upplifun er af honum og gefa nokkra góða punkta í leiðinni. Ertu til í það - þetta eru ekki nema 723 orð?

 

Jugglið

Það fyrsta sem ég lærði sem vefverkefnastjóri er að ég er pínu eins og miðjumaður í fótbolta nema hvað ég stend á vegasalti og þarf að juggla fjölmörgum boltum í umferð - einum fyrir hvern hagsmunaðila. Viðskiptavinir, eigendur, samstarfsfólk (forritarar, hönnuðir og aðrir góðir aðilar) -  ákveða stundum allir að senda boltann á mig á sama tíma. Það þarf vart að taka það fram að hver og einn aðili er með sinn eigin skilning á verkefnum og vill gefa boltann í ákveðna átt og hefur væntingar um stefnu, hæð og kraft. Mitt helsta verkefni er að koma á sameiginlegum skilning á verkefnum - basically koma í veg fyrir sjálfsmark!

 

Hver þarf á auknum samskiptum að halda?

Fyrir mitt leiti er staðreyndin sú að því fleiri spurningar sem berast frá hagsmunaaðilum (mögulega vegna skorts á sameiginlegum skilning á verkefnum) - þeim mun minni tíma hef ég sem vefverkefnastjóri til að halda skipulagi á verkefnum, tíma forritara er sóað og þróunarhraði minnkar. Ég tók sem dæmi nokkur erindi sem vefverkefnastjóri getur stýrt.

 

  • Forritari spyr: “Þetta var aldrei á teikningunum - var verið að breyta þeim?”
  • Forritari spyr: “Hvað á vefstjórinn við - ég skil ekkert hvað ég á að gera?”
  • Forritari spyr: “Hvað á ég að fara í næst?”
  • Forritari spyr: “Hver er að vinna í þessu verkefni með mér?”
  • Vefstjóri spyr: “Hver er staðan á þessu verkefni?”
  • Forritari spyr: “Er búið að samþykkja lausnina - má ég byrja að vinna í verkefninu?”
  • Vefstjóri spyr: “Sástu tölvupóstinn sem ég sendi þér?”
  • Vefstjóri spyr: “Þú sagðir að þetta væri ekkert mál - af hverju eruð þið komin tvöfalt yfir áætlaðan tíma?”
  • Forritari spyr: “Af hverju er þetta verkefni á mér - þetta er pure-a vefun?”
  • Vefstjóri spyr: “Þið sögðust ætla að klára í dag en breytingin er ekki enn komin live?”

 

Þessir punktar að ofan eru skrifaðir í einum rembing en listinn er svo langt frá því að vera tæmandi. Flestar ef ekki allar spurningar sem hafa komið upp áður er hægt að lágmarka. Mitt helsta áhugamál í lífinu (samt ekki) er að koma í veg fyrir spurningar því þá hef ég aukinn tíma til að sinna því sem skiptir raunverulega máli - skipulagning!

 

Svampur

Endurkastið frá sjónvarpinu í stofuglugganum stelur athyglinni stutta stund og fékk þessi athyglisbrestur mig til að spyrja hvers vegna mér datt í hug að skrifa þetta blogg? Jú, fyrir utan að vilja fræða, þá það er innblástur frá einum af mínum uppáhalds sem fékk mig til að rífa upp tölvuna og byrja strax að skrifa. Maðurinn er Tim Ferris, með bókina Tools of Titans. Ég veit ekki hvers vegna mér datt í hug kaflinn um spirit animal - þar sem farið er yfir hvaða eiginleikum dýr eru gædd sem gætu hentað við tiltekin störf. Ég veit satt best að segja ekki hvaða dýr ég gæti mögulega tengt við störf vefverkefnastjórans - er ég lemúr, gíraffi eða heimilisköttur?

Stærsti eiginleikinn sem vefverkefnastjóri þarf að búa yfir (mitt kalda mat) er að geta sogið í sig allt þetta stress sem þetta kröfuharða umhverfi hefur upp á að bjóða og draga úr þeim áhrifum sem það hefur á forritarana. Því það eru svona trilljón hlutir að gerast á hverju augnabliki. Því myndi ég telja mig vera léttan svamp (já, pínu steikt!) þar sem ég sýg í mig stressið og nota ákveðin húmor og/eða léttleika til að halda vegasaltinu á réttum stað hjá öllum í kringum mig. Ég er þó ekki fullkominn og átta mig fyllilega á því að stress er einstaklingsbundið. Menn verða því að muna að stunda jóga, borða hollt og hreyfa sig í bland við allt hitt.

Þegar öllu er á botninn hvolft er sennilega það mikilvægasta í mínu starfi að bera virðingu fyrir öllum, skilja hvaðan fólkið kemur og þannig tryggja að hagsmunaaðilar nái saman og hafi sameiginlegan skilning á öllu því sem fer fram í þróun verkefna.

“if everything seems under control you're not going fast enough” Mario Andretti

 

Birgir Hrafn Birgisson @bbirgisson Þessi grein er skrifuð af