Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

Innranet sem allir nota

HVERNIG FÁUM VIÐ STARFSFÓLK TIL AÐ NOTA INNRANETIÐ?

 

Við setjum upp innranet til þess að auðvelda starfsfólki vinnuna. Því miður eru mörg innranet svo leiðinleg og úreld að enginn nennir að nota þau. Til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar tapist, þekking hverfi með starfsfólki sem hættir og verkefni séu jafnvel unnin margoft þá er mikilvægt að innranetið sé ekki aðeins skilvirkt, heldur líka skemmtilegt.

Samfélags-innranet (e. social intranet) er net sem allir starfsmenn geta samið efni á og tengst hvor öðrum auðveldlega. Samfélags-innranet gefur öllum færi á að semja gott efni, tengja það við alvöru manneskju og hjálpar starfsfólki að tengjast hvort öðru. Allt efni verður persónulegra og aðgengilegra. Einnig getur starfsfólk haft samskipti innan innranetsins.

Gott innranet gerir störf skilvirkari, sparar pening sem og skapar skemmtilegri og persónulegri anda innan fyrirtækisins. Þetta gerir það með því að brjóta niður síló innan fyrirtækja svo upplýsingar streyma óhindrað niður stjórnendakeðjur og milli deilda. Þegar vel tekst til fækkar gott innranet bæði tölvupóstum og fundum og eykur upplýsingaflæði.

Við hjá Sendiráðinu höfum mikla og góða reynslu af því að hanna innranet sem virka fyrir íslensk fyrirtæki. Mikilvægt er að netið sé sérsniðið að þörfum kúnnans. Gott innranet tengist auðveldlega við öll kerfi sem notuð eru hjá fyrirtækinu en sveigjanleiki þarf einnig að vera í kerfinu svo hægt sé að þrófa það áfram og leyfa því að vaxa með fyrirtækinu. Við höfum líka smíðað sér íslenska fítusa sem kúnnarnir kunna að meta, svo sem tengingu við fyrirtækjaskrá og þjóðskrá, upplýsingar um strætóferðir, veðrið, gengi og flugsamgöngur.

 

 

 

Hvað þarf að hafa í huga?

 • Samfélags-innranet eru gerð til þess að eiga samskipti ásamt því að geyma og miðla upplýsingum
 • Kunnátta á vefi er mismunandi innan fyrirtækja. Allt þarf að vera augljóst og skýrt og einfalt að læra á. Auðvelt þarf að vera deila nýju efni, finna eldra efni og samstarfsfólk
 • Flestir notendur hafa ekki áhuga á að eyða tíma sínum í að læra á nýtt vefkerfi. Best er að hafa kerfið í grunninn svipað því sem flestir þekkja, t.d. álíka virkni og á samfélagsmiðlum
 • Samfélags-innranet er ekki aðeins staður fyrir starfsfólk til að spjalla, það þarf einnig að vera tímasparandi og nytsamlegt vinnutæki

Hvernig er gott innranet?

 • Auðvelt er að stofna persónulegan aðgang sem einfalt er að breyta og bæta
 • Hægt að stilla hverjir hafa aðgang að hvaða efni
 • Auðvelt að leita bæði að efni og samstarfsfólki
 • Auðvelt að búa til og deila nýju efni
 • Flokkar fyrir efni
 • Auðvelt að deila með efni
 • Aðlaðandi „feed“ sem sýnir nýjustu stöðuuppfærslurnar
 • Spjall, bæði milli samstarfsfélaga og hópa
 • Hægt að búa til hópa, allir geta búið til hóp
 • Skýrar tilkynningar sem segja frá því hvað samstarfsfólk, hópar o.s.frv. eru að gera
 • Auðvelt að stilla um hvað notandi fær tilkynningar (e. notifications)
 • Auðvelt að finna og hægt að spjalla við aðra notendur innranetsins frá öllum síðum netsins
 • Tækifæri til að deila með öðrum með því að stofna hópa og umræður, sem gerir innranet að samfélagsneti. Gott er ef bæði er hægt að velja flokkun (e. filter) sem gerist sjálfkrafa sem og handvirka flokkun sem notandinn skapar
 • Þar sem auðvelt er að deila efni verður oft til mjög mikið af upplýsingum. Mikilvægt er því að það sé auðvelt að merkja eða vista efni og einstaklinga sem notandinn vill geyma eða komast auðveldar að
 • Smíða þarf vef sem hentar hverju fyrirtæki fyrir sig. Stundum geta leikir, sérstakir fítusar og tengingar við önnur vefkerfi verið mikilvæg til að upplifun notandans sé jákvæð og til að vefurinn sé notendavænn

Allir þessir punktar eru auðvitað almennir og það er mikilvægt að sníða þarf hvern vef eftir hverju fyrirtæki þó grunnurinn sé sá sami.

 

 

 

 

Innranet er peninganna virði þegar markmiðin eru skýr og þegar þau eru sérsniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig. Mjög mikilvægt er að þau sé einföld og notendavæn til þess að þau skili sínu hlutverki sem upplýsinga- og samskiptastöð fyrirtækisins. Þegar vel tekst til geta innranet sparað stórfé í skilvirkni starfsfólks, með því að auðvelda aðgengi og vistun gagna og með því að eyða sílóum svo upplýsingar streyma hraðar á milli fólks. Þetta næst með sérsniðnum lausnum þar sem allar tengingar við vefkerfi virka vel, þar sem skapast ekki aðeins gagnastöð heldur samskiptamiðstöð. Innri markaðssetning verður auðveldari og starfsánægja eykst þegar fólk finnur sig hluta af einu samfélagi, að starfsfólkið hafi mikilvæga rödd og það finni að á það sé hlustað.

Orri Guðjónsson @orrisg Þessi grein er skrifuð af