Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

“Ok, þú sérð að ég er með heyrnartólin á, af hverju ertu að trufla mig?” Hann var kurteis en ákveðinn. Við sátum upp í vinnu á hefðbundnum mánudegi. Suðaustan 8-15 gráður og rigning með köflum.

Mánudagar eru þekkt vandamál og eru komnir með sitt eigið slagorð “I bet you have a case of the Mondays” en þetta spjall mitt við forritarann var ekki hluti af því vandamáli sem ég ætlaði að reifa heldur ætla ég að tala um einbeitingu.

Forritarinn útskýrði fyrir mér það að trufla einbeitinguna þá missi hann þráðinn (lausnina) í kóðanum og þarf því að koma sér svo aftur inn í hugsunina. Að þessi eina truflun gæti kostað hann allt að 30 mínútur að komast aftur á sama stað í hugsun og fyrir truflun. Þetta hreinskilna spjall við forritarann gerði mér ljóst hvað "djúpfókus" skiptir máli. Þannig ef mitt hlutverk er að sjá um að verkefni gangi vel þá hlýtur mínum tíma að vera best varið í að vernda einbeitingu forritara.

Hér að neðan setti ég saman 5 mikilvæg atriði á lista yfir það sem skipta hvað mestu máli í samskiptum við forritara. Alls ekki tæmandi listi. ;) 

The Zone: Veldu réttu augnablikin að trufla forritara með spurningu. Góð regla er að ef forritari er með heyrnartólin á sér að þá sé það merki um að láta þá í friði.

Forvinna: Þegar vefstjóri hefur sent inn erindi reyndu þá að matreiða forritarann með sem bestu upplýsingunum og koma í veg fyrir að það vanti lykilpúsl til að klára verkefnið.

Fundir: Ekki draga forritara inn á óþarfa fundi. Ef spurning kemur upp sem þeir geta best svarað er best að taka niður spurninguna og fá að svara um leið og þeir eru lausir. #pushandpullpælingar

Væntingastjórnun. Mikilvægt er að vernda tíma forritara á þann veg ef þeim vantar aukinn tíma til að klára verkefnið að láta þá vefstjórann vita af því og hvað það er sem er að tefja. 

Til viðbótar við þetta þá er betra að gefa nákvæmari lýsingu á tíma í stað þess að segjast vera að vinna í þessu. Ekki beint hughreystandi. Vefstjórinn er því enn í óvissu um hvenær verkinu mun þá ljúka og þá heldur hugurinn áfram að hugsa um þetta. Best væri að tilgreina hvenær verkinu ljúki. T.d. “við áætlum verklok á næstu 24 tímum og munum við láta vita um leið og því er lokið”. Semsagt frekar að afhenda verkefnið fyrr en áætlun gefur að kynna í stað þess að lofa upp í ermina á þér.

ASAP: Aldrei að tala um að verkefni séu ASAP eða AKÚD mál. Það bætir við stressi og tefur eðlilega hugsun forritara í að finna bestu lausnina. Þeir eiga að fá tíma í því sem þeir eru bestir og það er að kóða. Vefverkefnstjórinn dílar við stressið!

Í næsta bloggi mun ég fara yfir samskiptatólin á vinnustaðnum.  

Birgir Hrafn Birgisson @bbirgisson Þessi grein er skrifuð af