Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

 

Í sinni einföldustu mynd er Umbraco eitt öflugasta vefumsjónarkerfi (CMS) sem völ er á. Kerfið er opið, einfalt í notkun og heldur utan um margar af stærstu og vinsælustu síðum heimsins. Kerfið er upprunalega frá Danmörku en í dag vinna þúsundir forritara um allan heim að kerfinu, meðal annars frá Íslandi. Einn af meginstyrkleikum Umbraco er tæknileg geta þess en kerfið byggir á .Net tækni Microsoft. Það hentar því vel þar sem gerðar eru miklar kröfur um sveigjanleika, skalanleika, stöðugleika og öryggi. Kerfið hentar jafnframt vel til samþættinga við önnur kerfi – s.s. Microsoft Sharepoint, Microsoft Navision, Salesforce eða DK.

 

Umbraco er opinn hugbúnaður (e. open source) og tekur þannig á stóru og þekktu vandamáli meðal einstaklinga, fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga: læsingum söluaðila. Krafan um hagkvæmni og frelsi vefkerfa verður ávallt háværari. Í stefnu íslenskra stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað sem samþykkt var í mars 2008 kemur fram að „leitast verði við að velja hugbúnað sem byggi á opnum stöðlum“ og að „stefnt verði að því að opinberir aðilar verði ekki of háðir einstökum hugbúnaðarframleiðendum og þjónustuaðilum“. Umbraco aðgreinir sig frá flestum öðrum stórum vefumsjónarkerfum að því leyti að það er ekki yfirhlaðið af fyrirfram skilgreindri virkni og er í raun frekar hrátt þegar við hefjum störf. Þetta teljum við helsta styrkleika Umbraco. Þessi strúktúr hjálpar okkur gera veflausnina að þinni eigin. Kerfið aðlögum við að hverjum og einum. Útkoman er því kerfi sem þú þekkir, kannt á og er sérsniðið að þér, og gefur okkur frelsi til þess þróa notendavænar stafrænar lausnir án allra hindranna.  

 

Vöxtur Umbraco er hraður og í dag keyrir kerfið yfir 250.000 heimasíður víðsvegar um heiminn. Kerfið keyrir meðal annars vefsíður fyrir Microsoft, Sony og Vogue. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa valið Umbraco vegna allra þeirra kosta sem kerfið hefur. Samstarfsaðilar okkar sem nota kerfið eru meðal annarra: Húsasmiðjan, World Class, N1, Vörður, Fit Success, Forsetinn, Blómaval og Isavia. Notkun Umbraco er gjaldfrjáls öllum og aðeins er greitt fyrir það viðbótarverðmæti sem fagstuðningur og verkfæri veita, allt eftir þínum þörfum. Þú greiðir því ekkert fyrir kerfið sjálft. Þetta frelsi veitir okkur að sjálfsögðu jákvætt aðhald í að þjónusta þig eins og best verður á kosið. Við erum helstu sérfræðingar í Umbraco á Íslandi í dag og þótt víðar væri leitað enda fjöldi forritara og ráðgjafa hjá Sendiráðinu með margra ára reynslu í að þjónusta og vinna í Umbraco vefumsjónarkerfinu.

Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á að kynna þér kerfið nánar.

 

Orri Guðjónsson @orrisg Þessi grein er skrifuð af