Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

Botti > Tölvupóstur

Botti > Tölvupóstur

 

Síðan að Facebook Messenger opnaði fyrir API-inn sinn þá hafa yfir 100.000 bottar (e. chatbots) verið búnir til. Þó svo tilgangur bottans sé ekki ávallt sá sami er hann oftar en ekki skapaður til að koma upplýsingum á einfaldari máta til skila, s.s. samskiptatól. Með auknum kröfum um upplýsingar helst í hendur bætt þjónusta og því verður eingöngu náð með aðstoð sjálfvirknivæðingar. Það er ekki nóg að vera einungis til staðar í 8 tíma af sólarhring, kröfur nútímans eru orðnar í þá áttina að ávallt verði hægt að fá sérsniðnar upplýsingar hvenær sem er sólarhringsins.

  • Hvað er Messenger botti?
  • Hvaða tilgangi þjónar botti?
  • Botti vs tölvupóstur - hvort tólið er skilvirkara?
  • Hvað kostar að setja botta upp?

 

Hvað er Messenger botti? 

Botti er í einfaldleika sínum sjálfvirk þjónustuskilaboð á Facebook Messenger. Botti er hugbúnaður þar sem búið er að fyrirfram skilgreina ákveðin samskipti og kallast það einfaldlega sjálfvirknivæðing (e. automation). Hugbúnaður Facebook Messenger er ákaflega skilvirkur/ háþróaður og er t.d. hannaður þannig að þegar notandi er að spjalla við botta að þá finnist viðkomandi hann/hún vera að spjalla við manneskju, sem sést m.a. með því þegar bottinn er að skrifa. Allt gert til að líkja eftir hefðbundnum samskiptum.

Svo er mjög einfalt að setja upp botta og fá notendur til að eiga samskipti við hann. Svo er það orðið leikur einn að embedd-a Messenger á veflausnum fyrirtæja til að auka líkur á samkiptum. Þó má ekki gleyma því að þó svo einfalt sé að setja bottann upp er virknin, þ.e. samskiptin, ekkert “gefins”. Bottinn er einungis jafn skilvirkur og þann tími sem lagður er í þróun á honum. 

 

Hvaða tilgangi þjónar botti?

Hvort sem Botti segi þér til um veðrið, bóka tíma í klippingu, panta pizzu eða einfaldlega sinnir þjónustuhlutverki að þá er hægt að aðlaga tilgang bottans að margskonar þjónustuhlutverkum. Ég sé fyrir mér að stærri þjónustufyrirtæki munu aðlaga bottana að sinni starfssemi næstu misseri þar sem mikil eru tækifærin í að spara sér vinnu.

 

Botti vs tölvupóstur - hvort tólið er skilvirkara?

Samkvæmt nýlegri rannsókn frá E-mail Marekting Metric Benchmark Study er opnunarhlutfall tölvupósta 21,8% yfir það heila sem þýðir að um 78% af notendum hafa ekki áhuga á að opna tölvupósta frá fyrirtækjum. Ég persónulega hef engan áhuga á að opna tölvupósta yfirhöfuð þó  starf mitt krefjist þess af mér og því spyr maður sig hvort að það sé ekki farið að halla undan markaðslegum tilgangi þess að senda markpóst? Ég til að mynda nota í mun meira mæli Trello heldur en tölvupósta í samskiptum mínum við samstarfsaðila.

Tölurnar sýna hins vegar að Facebook Messenger er að vaxa á gífurlegum hraða og þó svo ég finni enga ritrýnda grein/rannsókn sem gefi til kynna að Messenger hafi yfirburði, sem tól, yfir tölvupóst þá þarf engan snilling til að segja mér að push notifications virknin hafi ekki mun jákvæðari áhrif á opnunarhlutfallið fremur en ella. Chatbox Magazine tók óformlega könnun á milli þessara tóla og var niðurstaðan sláandi. Bottinn var með 98% opnunarhlutfall á móti sem fyrr í kringum 25% opnunarhlutfall með markpósti. Ég er ekki að segja að fyrirtækin ættu að hætta með markpósta heldur frekar að þau ættu að hugsa samhliða út í þróun á botta og þar með efla stafræna framtíð.

Þó svo að það þurfi alltaf að hugsa út í markaðsherferðir og markpósta að þá held ég að einfaldara verði að bæði að setja upp herferð og svo fylgjast með þróun með bottanum sérstaklega vegna þess hve mikill hausverkur eru að hugsa þessa markpósta með öllum þessum mismunandi vöfrum og snjalltækjum.

Notandi mun aldrei koma til með að spjalla við tölvupóstinn sinn. Tólið þarf að vera dýnamískt og sveigjanlegt (botti) en ekki stirt statískt einliða tól (tölvupóstur) til að geta brugðist við kröfum viðskiptavinarins og því einfalt að segja að bottinn sé skilvirkara tól en tölvupóstur sér í lagi þegar horft er á þetta útfrá þróunarmöguleikum.

 

 

Hvað kostar að setja botta upp?

Kostnaðarhlutfall bottans helst auðvitað í hendur við kröfulýsingu og svo í endan heildarþróunartíma svo það liggur ekkert einfalt svar við spurningunni. Botta er hægt að þróa með og án; kóða, bakenda og gervigreindarkerfis. Bottar með lágmarksvirkni (án þess að þurfa að kóða og án bakendavirkni) og byggðir á tækni eins og Chatfuel er hægt að gera á mjög skömmum tíma.

Um leið og meiri virkni færist í leikinn tekur það mun lengri tíma að þróa bottann og fer auðvitað eftir kröfum en bottar sem eru byggðir upp með eiginleikum þjónusturáðgjafa, þar sem 25-50 algengar spurningar og svör (e. FAQs) eru sjálfvirknivædd.

Þau fyrirtæki sem ætla að ganga alla leið í þessu væri hægt að útbúa ofaná það stjórnborð og tengja bottann við stærri kerfi og jafnvel gervigreind (AI). Verkefnið myndi þá vaxa umtalsvert. 

Ekki má gleyma tilgangnum. Tilgangurinn er auðvitað að bregðast betur við kröfum viðskiptavina um að geta ávallt fengið svör. Með skilvirkum botta mun það óneitanlega spara vinnu til langstíma og þar með töluverðar fjárhæðir sem aftur réttlætir þróun á bottanum.

Að þessu sögðu er auðvitað ekki margir íslenskir aðilar farnir að notast við botta, þá er kannski Icelandair komið hvað lengst. Svo er forvitnilegt að fylgjast með bottunum hjá Sephora, Dominos, CNN (fréttir), Wingstop og Whole foods á erlendri vísu en eitt er víst - mörg eru tækifærin!

Þessi grein var skrifuð af botta! 🤖

 

Birgir Hrafn Birgisson @bbirgisson Þessi grein er skrifuð af