Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Úpsídeisíj... Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.

Við erum hópur sérfæðinga sem vinna náið með okkar samstarfsaðilum að stafrænni vöruþróun til þess að sjá til þess að þeir séu skrefi framar þegar kemur að stafrænni upplifun.

Skoðaðu verkefnin

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum

Veldu stafrænt frelsi

Í sinni einföldustu mynd er Umbraco eitt öflugasta vefumsjónarkerfi (CMS) sem völ er á. Kerfið er opið, einfalt í notkun og heldur utan um margar af stærstu og vinsælustu síðum heimsins. Kerfið er upprunalega frá Danmörku en í dag vinna þúsundir forritara um allan heim að kerfinu, meðal annars frá Íslandi. Einn af meginstyrkleikum Umbraco er tæknileg geta þess en kerfið byggir á .Net tækni Microsoft. Það hentar því vel þar sem gerðar eru miklar kröfur um sveigjanleika, skalanleika, stöðugleika og öryggi. Kerfið hentar jafnframt vel til samþættinga við önnur kerfi – s.s. Microsoft Sharepoint, Microsoft Navision, Salesforce eða DK. Við erum helstu sérfræðingar í Umbraco á Íslandi í dag og þótt víðar væri leitað enda fjöldi forritara og ráðgjafa hjá Sendiráðinu með margra ára reynslu í að þjónusta og vinna í Umbraco vefumsjónarkerfinu.