Við tileinkum okkur fagleg vinnubrögð sem byggja á þekktum aðferðum hugbúnaðarþróunar í okkar vinnu. Tilgangur greiningarvinnunnar er að komast inn í hugarheim þeirra notenda sem koma til með að nota lausnina, horfa gagnrýnum augum á þær kröfur sem eru settar fram og skilgreina þau vandamál sem viðskiptavinir okkar standa frammi fyrir.