VR

VR vantaði einfaldan og notendavænan vef. Vefurinn á að endurspegla það að VR vinnur í þágu félagsmanna þar sem spurningin - Hvað getur VR gert fyrir þig? er höfð að leiðarljósi.

VR vantaði vef sem virkaði vel á ferðinni, væri einfaldur og notendavænn svo auðvelt væri fyrir félagsmenn að nota vefinn til að nálgast upplýsingar og græja ýmislegt sjálfir án aðstoðar. Rýnihópur starfsmanna úr framlínu var stofnaður til að taka þátt í greina helstu þarfir notenda á vefnum áður en hafist var handa við smíðina.

Útkoman

VR.is er fallegur, sjónrænn og þægilegur vefur sem leiðir notendur áfram á rétta staði. Svo er hann auðvitað snjallvænn svo hann virkar vel á öllum skjám.

Veftréð er nú einfalt og skilvirkt. Það er auðvelt að leita upplýsinga, skrá sig inn á mínar síður og hjálpa sér sjálfur við að fá upplýsingar um réttindi og skyldur, ýmsar persónulegar upplýsingar, sækja um styrki, orlofshús og fleira.

Útkoman

Nýmóðins og notendavænn

VR.is er nútímalegur nú vefur sem þjónustar félagsmönnum vel. Óþarfi er að hringja inn eða fá aðstoð við flest mál þar sem upplýsingar eru aðgengilegar og auðvelt að skrá sig inn á Mínar síður til þess að fá upplýsingar og sækja um allskonar. Vefurinn létti á þjónustudeildinni auk þess að auka ánægju félagsmanna. Vefurinn er snjallvænn og þægilegur á ferðinni, í símanum og á öðrum skjám.

Vefinn er einfalt að uppfæra og þróa áfram til þess að VR.is geti haldið sér fremst í flokki íslenskra þjónustuvefja.

Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.