N1

N1 þjónustar landsmenn í bæjum, borg, til sjávar og sveita á víðtækan hátt. Gildi N1 eru virðing, einfaldleiki og kraftur. Þetta vildi fyrirtækið sýna á vefsíðunni sinni með því að gera upplýsingar aðgengilegar og einfalt að kaupa vörur og þjónustu með kraftmikilli, líflegri síðu sem virkaði vel á ferðinni. Með fullan tank af bensíni þeystist hópur Sendiráðsins af stað í að koma vef sem virkaði í loftið.

N1 lagði áherslu á að fá vef sem sýndi fólki auðveldlega hvar hægt væri að finna þjónustustöðvar. Hönnunin þurfti að gera leit að vörum og þjónustu einfalda hvort sem fólk leitar að dekkjum á höfuðborgarsvæðinu eða bátadælu á Reykjanesinu.

Ekkert mál AÐ FYLL'ANN

Ekki var hægt að skoða neinar vörur í gegnum vefinn og erfitt að finna þjónustustöðvar. N1 er með yfir 100 þjónustustöðvar á landinu og mikilvægt fyrir viðskiptavini að vita hvar næstu bensínstöð er að finna þegar þeir eru á ferðalagi. Erlendir ferðamenn eru sífellt stækkandi viðskiptahópur og gamli vefurinn þjónustaði þá illa. Vefurinn virkaði illa í farsímum, kom illa á framfæri upplýsingum og var almennt orðinn gamall og lúinn.

Upplýsingar þurfa að finnast með örfáum smellum hvort heldur í tölvu eða farsíma. Hópur Sendiráðsins spennti sig niður í skrifborðsstólana og fingurnir þeystust af stað á lyklaborðinu.

Útkoman

FULLUR TANKUR

Vefurinn er kominn í fluggír! Hann er fyrst og fremst fljótlegur í notkun og kemur fólki hratt á áfangastað. Nú er hægt að draga upp farsímann, finna þá bensínstöð sem er næst og fá leiðbeiningar um hvernig á að komast þangað. Hægt er að leita að öllu frá Kaffitári í Reykjavík að bensínstöð á Egilsstöðum og fá leiðsögn á staðinn. Enska síðan er nú sérhönnuð fyrir ferðamenn svo þeir endi ekki bensínlausir úti í vegkanti og dekkjaþjónustan gæti ekki verið einfaldari þar sem nú er hægt að leita að réttu dekkjunum eftir bílnúmeri.

Vefurinn er svo snjallvænn að nú er ekkert mál að nota hann á símum og spjaldtölvum til að finna stöðvar og ýmislegt fleira. Það er mjög mikið magn af upplýsingum og vörum á vefnum en nú er hann fallegur að sjá, einfaldur í skoðun fyrir vörur og einfalt að finna upplýsingar. Breytingin á vefnum hefur leitt til mun meiri notkunar í farsímum og meiri sölu á m.a. dekkjum og öðrum vörum.

Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.