Mannvit

Samkvæmt mælingum og rannsóknum var vefur Mannvits með lélegt burðarþol. Gæðin voru of lág og tími við að leita að upplýsingum of hár. Sendiráðið fór í nákvæmnisvinnu og við verklok var búið að virkja kraft Mannvits og koma þeim krafti á vefinn.

Skipt var um vefumsjónarkerfi en áður gat vefstjórinn ekki uppfært vefinn sjálfur, en nú er ekkert mál að vinna með hann, breyta og bæta. Vefurinn er aðaltæki Mannvits til þess að ná til erlendra viðskiptavina, þess vegna er hann leitarvélabestaður á nokkrum tungumálum.

Útkoman

Verkfræðingar eru nákvæmir, skipulagðir og skemmtilegir. Vefurinn gerði þessum eiginleikum ekki nógu góð skil. Hann virkaði illa á símum og spjaldtölvum og var flókinn í notkun.


Markaðsdeild Mannvits átti sérstaklega flottan gagnagrunn af ljósmyndum, myndböndum og texta. Mannvit leitaði til Sendiráðsins til að koma þessu öllu betur til skila. Saman tengdi hópurinn tölvurnar beint við næstu háspennulínu, flokkaði, magnmældi og teiknaði upp fallegan vef.

Þjónusta Mannvits er svakalega víðtæk bæði hér heima og erlendis, skrifstofurnar eru 16 talsins í 6 löndum. Til er mikið efni um verkefni sem hafa verið unnin enda hefur fyrirtækið starfað í um hálfa öld.

Útkoman

Hámarks Skilvirkni

Búið er að virkja sköpunarkraft, skilvirkni og nákvæmni Mannvits og setja á vefinn. Hann er einfaldur í notkun og vel heppnaður. Lögð er áhersla á öryggi, umhverfi og fagmennsku, þetta vildu þau hjá Mannvit að endurspeglaðist á vefnum. Upplýsingum þurfti að koma á framfæri á þann hátt að væri auðvelt að finna og skemmtilegt að skoða.

Þrátt fyrir sérstaklega mikið magn upplýsinga um þjónustu, fyrri verkefni og fleira er vefurinn aðlaðandi og notendavænn. Flokkun og framsetning er rökrétt og auðvelt er fyrir vefstjóra að breyta og bæta vefinn enda er hann í stöðugri þróun. Auðvelt er að leitarvélabesta hann og halda utan um efni (e. content) á mörgum tungumálum.

Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.