Húsasmiðjan

Húsasmiðjan hefur í tæp 60 ár boðið upp á „allt frá grunni að góðu heimili“ og er orðin nokkurs konar þjóðareign. Fyrirtækið er þekkt fyrir lipra og góða þjónustu, auðvelt aðgengi upplýsinga og stuðning við einstaklinga og fyrirtæki. Öllum þessum kostum vildu þau koma á framfæri á vefnum. Þau hittu naglann á höfuðið með því að leita til Sendiráðsins.

Viðskiptavinir Húsasmiðjunnar ætlast til þess að geta fundið upplýsingar og verslað á netinu jafn auðveldlega og ef þeir mættu í verslun. Raunin var þó að vefurinn var ryðgaður, þungur og erfiður að uppfæra. Á farsímum og spjaldtölvum var vefurinn enn erfiðari.

Útkoman

Húsasmiðjan leitaði til Sendiráðsins til að smíða nýjan og betri vef. Hönnun okkar og yfirfærsla í nýtt vefumsjónarkerfi þurfti að leysa öll þessi vandamál, gera mikið magn af upplýsingum og vörum aðgengileg og færa vefinn inn í nútímann. Með eitt mesta vöruúrval á landinu var þetta mikið verk og spennandi. Við brettum upp ermar og hömruðum á lyklaborðin.

Ekki var hægt að versla vörur á netinu og flókið að gera lendingarsíður fyrir tilboð og tilkynningar. Einnig var til mikið magn af upplýsingum um viðhald og garðverk sem höfðu safnast saman gegnum áratugina og Húsasmiðjan vildi koma því mun betur á framfæri á vefnum.

Útkoman

ALGJÖR YFIRHALNING

Húsasmiðjan er þekkt fyrir þjónustulund og fyrir að geta reddað öllu. Nú sést þetta viðhorf á vefnum. Hvort heldur viðskiptavinir mæta á staðinn, sitja við tölvu eða eru á ferðinni þá eru vörur, þjónusta og upplýsingar aðgengilegar. Verið er að vinna í að gera vefsíðuna enn notendavænni með því að bæta inn fleiri valmöguleikum fyrir viðskiptavini sem skrá sig inn á vefinn. Þeir munu verða birtir í náinni framtíð.

Þrátt fyrir sérstaklega mikið magn upplýsinga um þjónustu, fyrri verkefni og fleira er vefurinn nú aðlaðandi og notendavænn. Flokkun og framsetning er rökrétt og auðvelt er fyrir vefstjóra að breyta og bæta vefinn enda er hann í stöðugri þróun. Auðvelt er að leitarvélabesta vefinn og halda utan um efni (e. content) á fleiri en einu tungumáli.

Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.