FitSuccess

FitSuccess hét áður Betri Árangur og byggðist á tölvusamskiptum við kúnna í fjarþjálfun. Betri Árangur varð aðeins of mikill söksess svo ákveðið var að fara í gerð flottrar vefsíðu með frábæru þjálfunarkerfi undir nafninu FitSuccess.is og markmiðið að fara enn lengra.

FitSuccess vantaði vefsíðu sem virkaði vel á ferðinni, væri einföld og sjónræn svo auðvelt væri að fylgjast með markmiðum og árangri kúnna. Fyrirtækið vildi líka deila með kúnnunum öllum þeim ógrynni af fróðleik sem þau eiga um heilsusamlegan lífstíl ásamt hundruðum uppskrifta og hugmyndum að matarsamsetningum. Þau þurftu einfalda og snjallvæna vefsíðu svo hægt væri að uppfæra í síma jafnt og í tölvu.

Útkoman

 

Það er létt og þægilegt að nota FitSuccess fjarþjálfunarkerfið, bæði fyrir kúnnana og þjálfarana.

 

Uppsetning vefsíðunnar er sjónræn og hvetjandi fyrir kúnnann sem sér skýrt markmið sín og árangur. Þjónustan er mjög persónuleg og byggð á langri reynslu þjálfaranna,  og það ásamt snjallri síðu fær kúnnann til að líða eins og þjálfarinn sé með í ræktinni daglega.

Glæsilegt teymi þjálfara rekur FitSuccess, en hugmyndin að conceptinu kviknaði árið 2009, en á þeim tíma voru eigendurnir, Katrín Eva og Maggi Bess, bæði að keppa í Fitness og Vaxtarrækt.

Mínar síður

Þú sérð þig grennast!

Þjálfunin fer fram í gegnum Mínar síður, sem er læst síða sem einungis kúnninn og þjálfararnir sjá. Árangurssagan og markmiðin safnast saman á einum stað, þar er samanburður á mælingum og myndum sem birtast í tímaröð. Þannig er auðvelt bæði fyrir kúnnann og þjálfarann að sjá árangurinn sem hefur náðst. Öll samskipti fara fram í gegnum þessa síðu og því hefur kúnninn frábært yfirlit yfir allt á einum stað.

FitSuccess fengu fjöldan allan af fyrirspurnum um ráðleggingar varðandi æfingar og matarræði en þá var fjarþjálfun eða ráðgjöf í gegnum netið tiltölulega ný af nálinni. Þau voru dugleg að svara og fundu fljótt hversu gefandi það var svo þau ákváðu að gera áhugamálið að aðalstarfi. Í dag starfa auk þeirra hjóna tveir þjálfarar hjá fyrirtækinu.

Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.