Innranetið

"Ég hef rýnt innri vefi og þróun þeirra á vel annan áratug. Innri vefur Isavia er án nokkurs vafa metnaðarfyllsti og flottasti innri vefur sem ég hef barið augum eða lesið mig til um, innanlands sem utan. Ég er mjög stoltur af því að hafa átt aðkomu að þessu. Innilega til hamingju með vefinn Isavia!"

Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón

Sérsniðið

Þá sjaldan sem hægt er að vera viss um að fá nákvæmlega það sem maður vill! Við hjá Sendiráðinu tryggjum hið fullkomna innranet, klippt og skorið nákvæmlega eftir óskum hvers fyrirtækis. Við aðlögum útlit og setjum kerfið upp eins og þínu fyrirtæki hentar og innranetið virkar í öllum tegundum rafrænna tækja. Innranetið er einnig fáanlegt sem app í símann (Android og iPhone), hversu kúl er það!

Einfalt

Einfaldleikinn er einfaldlega bestur. Fólk þekkir viðmótið í innranetinu og lærdómskúrfan er mjög lítil. Af hverju ekki að halda sig við það sem virkar?

Veggurinn þinn, rafræn umræða, hópar, viðburðir og samfélagsleg tenging meðal starfsfólks með sömu áhugamál, reynslu og þekkingu. Eiginlega eins og samfélagslegur vettvangur fyrir vinnustaðinn.

Uppfært & öruggt

Hvernig hljóma reglulegar uppfærslur, öruggt kerfi og kerfi í stöðugri þróun? Eins og músík í þínum eyrum? Við erum sammála!

Innranet...

sem býður meðal annars upp á:

Hópa - Viðburði - Afmælisbörn dagsins - Kannanir - Myndagallerí - Sölutorg - Matseðil - Instagram feed - Veður - Gengi - Leit í fyrirtækjaskrá - Flugáætlun - Leit að heimilisfangi - App

Þitt fyrirtæki er aldrei með staðnað kerfi í höndunum. Reglulegar uppfærslur í kerfinu gera það að verkum að þitt innranet er alltaf á tánum og í nýjustu tísku. Öryggið er ekkert vandamál. Við fókusum á öryggismálin og fyrirtækið þarf engar áhyggjur að hafa.

Sköpum eitthvað saman

Vertu í bandi

Kíktu á verkefnin sem við höfum unnið og hafðu samband, við erum með heitt á könnunni og kaldan í kælinum. Sendu póst, hringdu eða fylltu út þetta fallega form. Já svona form gerum við, stanslaust.

Takk fyrir að senda inn fyrirspurn, við verðum í sambandi :)

Eitthvað fór úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur.